PDF · desember 2000
HVS-Nordic – Íslensk þáttaka – fram­kvæmda­skýrsla, Vega­gerð­in 2000

Megin markmið verkefnisins var skilgreint svo:
1. Að fá samanburð á álagsforsendum, skemmdum, endingu, spennum og streitum í óbundnum og bikbundnum burðarlögum, þar sem notað er “gott” burðarlagsefni.
2. Að fá beinan samanburð á álagsforsendum, skemmdum og endingu á ofangreindum íslenskum veguppbyggingum með klæðingum, við vegi í Svíþjóð og Finnlandi með þunnum malbiksslitlögum.
3. Að fá beinar mælingar á spennu og streitu í ofangreindum íslenskum veguppbyggingum, til að fá samband við reiknaða spennu og streitu til að geta kvarðað fræðileg hönnunarlíkön sem verða sífellt algengari og mikilvægari í burðarþolshönnun.
Markmiðunum átti að ná með því að velja íslenskt efni, senda það til VTI í Svíþjóð og byggja úr því tilraunakafla sem yrðu prófaðir með HVS tækinu.

HVS-Nordic - Íslensk þáttaka - framkvæmdaskýrsla, Vegagerðin 2000
Höfundur

Þórir Ingason - Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins

Skrá

hvs_framkvsk.pdf

Sækja skrá