Yfir­borðs­merk­ingar vega

Vegagerðin hefur gefið út stutt myndband um yfirborðsmerkingar vega. Fólk er beðið um að sýna sérstaka aðgát þegar tekið er fram úr málningabílum og fylgdarbílum þeirra. Nauðsynlegt er að taka framúr báðum bifreiðum í einu þar sem nýmáluð línan þarf tíma til að þorna og eyðileggst ef ekið er strax yfir hana.