Vegstikur vísa veginn

Viðtal við Grétar Einarsson verkstjóra á þjónustustöð Vegagerðarinnar á Selfossi um viðgerðir á stikum í apríl 2022.

Nokkrar áhugaverðar staðreyndir um stikur
• Rúmlega 300 þúsund stikur, bæði vegstikur og snjóstikur standa við þjóðvegi landsins.
• Vegstikur vísa veginn, sérstaklega í rökkri og vondum veðrum.
• Á hverju ári eru framleiddar um 20 þúsund vegstikur og nokkur þúsund snjóstikur
• Áður fyrr voru vegstikur úr timbri og þurfti að skipta þeim nærri öllum út á hverju ári.
• Stikur eru endurnýttar eins og kostur er en fara annars í endurvinnslu
• Hver stika getur enst í allt að tíu ár.