Malar­vegir

Vegakerfið í heild sinni er 12.910 km og þar af eru malarvegir 7.440 km. Í nýju myndbandi Vegagerðarinnar eru malarvegir til umfjöllunar. Farið er yfir ýmis atriði sem varða akstur og viðhald á slíkum vegum. Ávallt þarf að aka í samræmi við aðstæður, draga úr hraða og vera vakandi fyrir öllum umferðarmerkjum.