Hval­fjarðar­göng – stund­um þarf að loka

Myndband um hvað gerist þegar bíll bilar í Hvalfjarðargöngum. Vaktstöð Vegagerðarinnar fylgist með göngunum allan sólarhringinn. Þau eru útbúin vöktunarkerfi sem lætur vita þegar eitthvað óvenjulegt gerist eins og þegar bíll stoppar. Þá er göngunum lokað og kallaður út dráttarbíll svo hægt sé að opna göngin fyrir umferð sem allra fyrst enda eru Hvalfjarðargöng umferðarþyngstu göngin á landinu þar sem um 8000 bílar aka um daglega.