Gert við holur á vegum lands­ins (apríl 2022)

Myndband þar sem sýnt er frá viðgerðum á holum í bundnu slitlagi á vegum landsins vorið 2022 en umhleypingar í veðri, frost og þíða, hafa mikil áhrif á holumyndun á vegum.

„Holur myndast þegar vatn liggur í vegum. Vatn finnur sér alltaf leið. Ef það er t.d. mjög lítil sprunga í malbiki kemst vatn þar undir og safnast fyrir. Þegar vatn frýs eykst rúmmál þess og þegar það þiðnar aftur, er malbikið uppspennt. Ef þungur bíll ekur þar yfir og brýtur það niður getur hola myndast mjög hratt,“ segir Birkir Hrafn Jóakimsson, forstöðumaður á mannvirkjasviði Vegagerðarinnar, í myndbandinu.