Myndband unnið fyrir Vegagerðina 2022. Fjallað er um framkvæmdir við verkið Vestfjarðavegur (60) um Gufudalssveit. Þar er rætt við Sigurþór Guðmundsson verkefnastjóra Vegagerðarinnar sem segir meðal annars frá því hvernig Vegagerðin ætlar að minnka umhverfisáhrif í Teigsskógi eins og hægt er. Einnig er rætt við Jóhönnu Ösp Einarsdóttur formann stjórnar Vestfjarðastofu og Einar Val Valgarðsson verkstjóra hjá Suðurverki.