Myndband unnið fyrir Vegagerðina. Vegaframkvæmdir á Dynjandisheiði eru til umfjöllunar. Rætt er við Sigurþór Guðmundsson, verkefnastjóra hjá Vegagerðinni. Hann segir að bættar samgöngur eigi eftir að breyta miklu varðandi samskiptin milli sveitarfélaga og byggðarlaga á suðurfjörðunum.
Einnig er rætt við Eggert Stefánsson, áhugamann um samgöngubætur, sem segir að þessar vegabætur eigi eftir að breyta öllum samskiptum fólks fyrir vestan.
Þá er rætt við Bjarka Laxdal, verkstjóra hjá ÍAV, sem segir gaman að sjá nýjan og betri veg yfir Dynjandisheiði raungerast.