Hring­vegur (1) um Horna­fjarðar­fljót

Grafískt yfirflug yfir fyrirhugaðar framkvæmdir. Um er að ræða nýja legu Hringvegarins (1) um Hornafjarðarfljót sem mun stytta Hringveginn um 12 kílómetra. Framkvæmdin felur í sér lagningu 19 kílómetra langs þjóðvegar, byggingu fjögurra tvíbreiðra brúa, lagningu nokkurra hliðarvega, samtals um 9 kílómetra langra, auk tveggja áningarstaða.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist fyrir árslok 2021.