„Á Kjalarnesi erum við að breikka Hringveginn (1). Hann er núna einn plús einn vegur en unnið er að því að tvöfalda veginn og þar verða aðskildar akstursstefnur. Helsta markmiðið er að bæta umferðaröryggi,“ segir Anna Elín Jóhannsdóttir, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, í myndbandinu.