Alda – 1. sæti í hönn­unar­samkeppni um brú yfir Foss­vog

Úrslit í hönnunarsamkeppni um brú yfir Fossvog voru tilkynnt 8. desember 2021. Vinningstillagan ber heitið Alda. Vinningstillagan fékk góða einkunn í öllum flokkum. Samtals hlaut hún 110,4 stig af 130 mögulegum. Að baki tillögunni er teymi frá verkfræðistofnunni EFLU.