Vegagerðin gerir kröfu um úttekt á klæðingatækjum verktaka og er það forsenda til þess að vinna fyrir Vegagerðina. Leiðbeiningunum er ætlað að samræma þær kröfur sem gerðar eru til þessara tækja ásamt því að vera upplýsinga- og uppflettirit fyrir verktaka hvernig tæki skulu vera útbúin. Einnig samræmir þetta úttektir á landsvísu milli mismunandi úttektaraðila.