Stikur eru vegstikur, snjóstikur og endurskinsmerki á leiðurum.
Skilgreining:
Viðhald vegstika eru eftirfarandi aðgerðir:
Úr reglugerð um umferðarmerki:
K01.11 Vegstikur eru notaðar til að afmarka vegarbrún. Glitmerki skulu sýna hvítt endurskin. Nota skal eitt merki við hægri brún akbrautar miðað við akstursstefnu. Við vinstri brún akbrautar á vegi með umferð í báðar áttir skal nota tvö aðskilin merki. Í jarðgöngum við hægri brún akbrautar miðað við akstursstefnu er heimilt að hafa merkin tvö með a.m.k. 0,3 m bili á milli og við vinstri brún akbrautar á vegi með umferð í báðar áttir er heimilt að hafa merkin tvisvar sinnum tvö með a.m.k. 0,3 m bili á milli para. Glitmerki skulu skásett þannig að þau vísi að vegi.
K01.21 Snjóstikur eru notaðar til að afmarka vegarbrún á snjóþungum vegum. Glitmerki skulu sýna hvítt endurskin. Nota skal eitt merki við hægri brún akbrautar miðað við akstursstefnu. Ef stikan er lengri en 1,3 m er heimilt að hafa merkin tvö með a.m.k. 0,3 m bili á milli. Við vinstri brún akbrautar á vegi með umferð í báðar áttir skal nota tvö aðskilin merki. Ef stikan er lengri en 1,3 m er heimilt að hafa merkin tvisvar sinnum tvö, með a.m.k. 0,3 m bili á milli para. Glitmerki skulu skásett þannig að þau vísi að vegi
Drög að reglugerðarákvæði á vegum með umferð í eina átt
Aðgerðalýsing:
Stikur skal setja upp á óupplýstum vegum samkvæmt eftirfarandi. Gert er ráð fyrir snjóstikum á öllum vegum sem liggja í 350 m hæð eða meira.
Vegtegund | Tíðni | Fjöldi stika á km |
Stofnvegir | 2 * 50 | 40 |
Tengivegir ÁDU > 100 | 2 x 50 | 40 |
Tengivegir ÁDU < 100 | 1 x 50 | 20 |
Héraðsvegir og Stofnvegir á hálendi | 1 x 100 | 10 |
Landsvegir | 1x 100 | 10 |
2 x 50 er báðum megin og á 50 metra fresti
1 x 100 er öðrum megin á og á 100 metra fresti
Stikur skulu vera gular og vel sýnilegar a.m.k. í 500 m fjarlægð
Heimilt er að setja upp fleiri stikur á varasömum stöðum til að bæta öryggi vegfaranda t.d. þar sem skyggni er slæmt að vetrarlagi, við ræsi og í beygjum. Þá má stika allt að helmingi þéttar en staðall gerir ráð fyrir
Á vegum þar sem annar kantur er stikaður og skipt er um kant við stikun skal stika á báðum köntum á a.m.k. 300 m kafla. Þar sem vegur er í meira en 200 m hæð eða á snjóþungum svæðum skal það metið hverju sinni hvar settar eru snjóstikur og hve þétt þær skulu standa.
Á upplýstum vegum skulu kantar stikaðir, þeim megin sem ljósastaurar eru ekki, ef skyggni og aðstæður gefa sérstakt tilefni til. Ljósastaura má merkja með endurskinsmerkjum á sama hátt og stikur.
Á snjóþungum svæðum og þar sem reglur kveða á um stikun beggja vegna vegar er ekki skylt að halda við stikum á báðum köntum að vetri til nema ÁDU sé meiri en 1000 bílar. Heppilegt getur verið að taka upp snjóstikur að vori og setja kantstikur í staðinn.
Stikur og endurskinsmerki á leiðurum skal hreinsa eftir þörfum, en miða skal við að endurskin sé minnst um 60-70 % af því sem það best getur verið.
Endurnýjun og hreinsun vegstika miðast við töflu 2 og 3
Þjónustuflokkur í almennri þjónustu | Árleg endurnýjun | Árleg hreinsun |
1 | 0,5 | 4 |
2 | 0,35 | 2 |
3 | 0,25 | 1 |
4 | 0,2 | 0 |
Vetrarþjónustuflokkur | Margfeldi |
1 | 1,2 |
2 | 1,1 |
3 | 1,05 |
4 | 1 |
Staðsetning stika:
Þar sem stikur eru báðum megin vegar skulu þær standa gegnt hvor annarri.
Stikur skal staðsetja efst í fláa utan við vegaxlir.
Stikur skal staðsetja þannig að þær myndi línu samsíða vegi.
Lengd stika:
Hefðbundnar stikur eru 90 sm en einnig er heimilt að nota 120 sm stikur við sérstakar aðstæður.
Nota má snjóstikur K01.21 í stað venjulegra stika.