PDF · Útgáfa LEI-3406-1 — janúar 2023
Kafli 1 – Formáli

Kafli 1 - formáli
Höfundur

Pétur Pétursson og Gunnar Bjarnason

Verkefnastjóri

Birkir Hrafn Jóakimsson

Skrá

kafli-2-inngangur-lokaskjal-2023.pdf

Sækja skrá
Breytingar frá fyrri útgáfu

Tilkynning um helstu breytingar við endurskoðun Efnisgæðaritsins 2022/2023 (sett á vef 31.1.2023)

Að venju hefur Efnisgæðarit Vegagerðarinnar verið endurskoðað nú um áramótin og ný útgáfa hefur verið sett inn á ytri vef Vegagerðarinnar, https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/. Vert er að nefna nokkrar efnislegar breytingar sem gerðar hafa verið frá útgáfu ritsins frá síðustu endurskoðun:

→      Bætt var við einum kafla í Efnisgæðaritið, sem sagt kafla 8 um sand til nota í vegagerð. Í aðalatriðum var umfjöllun um sand til ýmissa nota sem fyrir var í inngangskafla ritsins (kafla 2) færð yfir í nýjan kafla, en auk þess voru gerðar talsverðar breytingar á orðalagi og hugtakanotkun í samvinnu við Þorgeir S. Helgason hjá Verkís, sem þar með er einn af höfundum kaflans. Til stendur að endurbæta kaflann enn meir á þessu tímabili og setja m.a. skýrari kröfur til eiginleika sands til mismunandi nota. Markalínum fyrir hálkuvarnarsand var hnikað til þannig að hann má allur vera grófari en 2 mm (var 1 mm í fyrri útgáfu), en krafa um grófleika er áfram sú að 0-5% mega vera yfir 6 mm að hámarki.

→      Orðalag í kafla 1 Formáli tók nokkrum breytingum, m.a. í samræmi við ákvörðun um að taka umfjöllun um sand úr kafla 2 yfir í nýjan kafla 8, auk þess sem tilvísunum í Alverk var breytt í tilvísun um Verklýsingu fyrir útboðslýsingu. Tilvísanir í Alverk geta valdið misskilningi, þar sem ætla mætti að vísað væri í hið gamla og úrelta rit Alverk ´95, en svo er alls ekki, heldur í verklýsingu í útboðslýsingu hverju sinni.

→      Kafli 2 breyttist mikið, þar sem öll umfjöllun um stærðarflokkun steinefna, svo og sand undir hellur, götusteina, við rör, jarðstrengi og sem hálkuvörn hefur nú verið færð í sérstakan kafla um sand.

→      Kaflar 3 til 5 breyttust lítið efnislega, en orðalagi var breytt hér og þar.

→      Þolvik kornadreifingar hverrar malbiksgerðar (t.d. AC11 eða AC16) sem birt eru í töflum 64-18 og 64-20 eftir ábendingu sem barst frá Colas á Íslandi. Hún snéri að því hvort AC16 malbik ætti að flokkast sem „small aggregate sizes“ frekar en „large aggregate sizes“ eins og gert var í fyrri útgáfum Efnisgæðaritsins. Eftirgrennslan, m.a. til formanns CEN/TC227/WG1, leiddi til þess að þolvikunum í viðkomandi töflum var breytt lítillega til samræmis við að flokkunarstærð ≤ 16 mm hefur vikmörk þess sem kallað er „small aggregate sizes“ skv. viðauka A í ÍST EN 13108-21 (e. Factory production control).

→      Viðaukar 1 til 10 breyttust lítið efnislega, en orðalagi var breytt hér og þar.

Eins og áður eru allar ábendingar um efnistök og kröfur sem birtar eru í Efnisgæðaritinu vel þegnar og verða þær teknar til athugunar og geta slíkar ábendingar skilað sér í nýja útgáfu Efnisgæðaritsins við endurskoðun að ári. Ábendingar skal senda á netfangið petur.petursson@vegagerdin.is.