Efnis­gæðarit

Á þessari síðu er Efnisgæðaritið auk leiðbeiningarita um notkun sprengds bergs og vinnslu steinefna til vegagerðar. Einnig eru hér glærur frá námskeiðum um Efnisgæðaritið.

Leiðbeiningaritin eru stuðningsrit við  gerð útboðsgagna og er m.a. ætlað að leiðbeina við val á efnum til vegagerðar og við eftirlit með framleiðslu steinefna og notkun þeirra í vegi.

Leiðbeiningarnar eru fyrir alla þá aðila sem vinna með steinefni til vega- og brúargerðar m.a. hönnuði, eftirlitsmenn og verktaka.

Fjallað er um hvert lag vegarins og auk þess steinsteypu í aðskildum köflum og með þeim hætti að hver kafli geti verið sjálfstæð handbók.  Í viðaukum er ýmiskonar fróðleikur og ítarefni um efnisnotkun við vegagerð.