Vegagerðin annast viðhald, rekstur og umsjón þeirra mannvirkja sem hún fer með eignarhald á.
Vegagerðin gefur út upplýsingar um vetrarþjónustu annars vegar og sumarþjónustu hins vegar, auk ýmissa reglna og handbóka um þjónustu á vegakerfinu.
Efnisyfirlit
Almenn þjónusta eru aðgerðir og viðgerðarvinna á vegamannvirkjum og vegsvæðum sem gera þarf a.m.k. einu sinni á ári til að viðhalda því ástandi sem fyrir er og ætla má að þurfi að vera til að uppfylla þau markmið sem sett eru varðandi greiða umferð og almennt umferðaröryggi.
Yfirmaður þjónustudeildar á svæði hefur yfirumsjón með almennri þjónustu en forstöðumaður vegaþjónustu gerir áætlun um skiptingu fjárveitinga í almennri þjónustu til svæða.
Undir almenna þjónustu falla annars vegar viðhald vegmerkinga og hins vegar viðhaldssvæði.
Stofn- og tengivegum er skipt í þjónustuflokka. Flokkunin byggist að mestu á svokallaðri sumardagsumferð SDU, þ.e. meðalfjölda bíla á dag á tímabilinu maí – ágúst, en einnig á öðrum þáttum svo sem vegflokki, vegtegund og nálægð við hringveginn og mikilvæga ferðamannastaði.
Tíðni ruslahreinsunar og kantslátturs er áætluð út frá þjónustuflokki.
Tíðni gæðaúttekta í almennri þjónustu og gæðaviðmið nota einnig þessa þjónustuflokkun.
Þjónustuflokkur 1 | Vegir sem liggja á milli landshluta og/eða á milli þéttbýlissvæði og/eða atvinnusvæða og/eða ferðamannasvæða. Umferðarþungi með SDU yfir 800 bílar á dag. |
Þjónustuflokkur 2 | Vegir sem liggja á milli landshluta og/eða á milli þéttbýlissvæði og/eða atvinnusvæða og/eða ferðamannasvæða. Umferðarþungi með SDU á bilinu 500 - 800 bílar og dag. |
Þjónustuflokkur 3 | Stofn- og tengivegir með umferðarþunga SDU á bilinu 200 - 500 bílar á dag. |
Þjónustuflokkur 4 | Aðrir stofn- og tengivegir. |
Þéttbýlisvegir | Þjóðvegir í þéttbýli |
Umferðarmerki eru t.a.m. viðvörunarmerki, bannmerki, boðmerki, upplýsingamerki, þjónustumerki, vegvísar, akreinamerki, þverslár, stefnuörvar, brúarmerki, götuvitar, hraðavarar, upplýst merki og annar ljósabúnaður.
Skilgreining
Viðhald umferðarmerkja eru eftirfarandi aðgerðir:
Viðmiðunarreglur
Á vegum með ÁDU > 500 skal nota stærri gerð umferðarmerkja (90 cm – viðvörunarmerki og 80 cm bannmerki) en minni gerð á öðrum vegum (70 cm viðvörunarmerki og 60 cm bannmerki).
Merki skulu vera læsileg í 120 m fjarlægð ef leyfilegur hraði er 60 km/klst eða meiri en annars 70 m.
Merki teljast skökk ef stólpar hallast allt að 5 gráðum eða ef merki hefur snúist um allt að 15 gráður.
Merki telst fallið ef það hallast meira og/eða hefur snúist meira en áður er getið.
Merki teljast vera með skert endurskin ef þau eru farin að upplitast eða ef þau eru óhrein.
Aðgerðalýsing
Endurnýjun umferðarmerkja:
Endurnýja skal skemmd umferðarmerki. Þar sem merki eru fallin skal í öllum tilfellum reynt að gera bráðabirgðaráðstafanir eins fljótt og unnt er og einnig skulu gerðar bráðabirgðaráðstafanir ef fullnaðarviðgerð verður ekki við komið af einhverjum ástæðum. Á vegum í ógrónu umhverfi og þar sem mikið er um sandfok skemmast merki, þ.e. endurskin þeirra, að jafnaði fyrr.
Merkin sem hafa ófullnægjandi endurskin skal endurnýja.
Kröfur um endurskin merkja í flokki 3 (veikt endurskin), eining (cd/lx) / m2 miðað við 0,33°mælihorn og 5° innfallshorn:
Litur:
|
Hvítur
|
Gulur
|
Rauður
|
Grænn
|
Blár
|
Ný skilti
|
50
|
35
|
10
|
7
|
2
|
Lágmarksgildi eldri skilta
|
35
|
25
|
7
|
5
|
1
|
Kröfur um endurskin merkja í flokki 4 (sterkt endurskin), eining (cd/lx) / m2 miðað við 0,33°mælihorn og 5° innfallshorn
Litur:
|
Hvítur
|
Gulur
|
Rauður
|
Grænn
|
Blár
|
Ný skilti
|
180
|
120
|
25
|
21
|
14
|
Lágmarksgildi eldri skilta
|
126
|
84
|
18
|
15
|
10
|
Viðgerðir umferðarmerkja:
Lagfæra skal öll skökk, snúin eða fallin merki. Lagfæra þarf stefnuörvar strax ef ein eða fleiri eru fallnar eða verulega snúnar/skakkar. Ef laga þarf undirstöður skal það gert eins fljótt og unnt er eftir að frost fer úr jörðu
Hreinsun umferðarmerkja:
Hreinsa skal umferðarmerki þegar ástæða þykir til, t.d. þegar snjór er á skilti eða óhreinindi vegna vegaframkvæmda. Hreinsa skal merki eins fljótt og mögulegt er að vori og ekki seinna en í byrjun maí. Öll merki skal þvo ef sýnileiki þeirra vegna óhreininda er minni en staðall (kröfur um endurskin) gerir ráð fyrir.
Eftirfarandi tafla skal höfð til hliðsjónar vegna ákvarðana um merkjaþvott:
ÁDU | fjöldi aðgerða / ári |
>1500 bílar | 5-15 (saltborin akbraut ) |
>1500 bílar | 2-5 (sandborin akbraut ) |
<1500 bílar | 2 (vor og haust ) |
Miða skal þó við fyrri reynslu enda er jafnan meiri þörf á hreinsun umferðarmerkja á malarvegum og í vætutíð.
Stikur eru vegstikur, snjóstikur og endurskinsmerki á leiðurum.
Skilgreining
Viðhald vegstika eru eftirfarandi aðgerðir:
Yfirborðsmerkingar fela í sér merkingar í samræmi við reglur um umferðarmerki, þ.m.t. merkingar á vinnusvæðum. Kröfurnar gilda allt árið nema þegar vegur er þakinn snjó.
Í umferðarmerkjareglugerð og veghönnunarreglum kafla 08 eru almennar reglur um yfirborðsmerkingar.
Yfirborðsmerkingar skulu stuðla að skilvirkni, fyrirsjáanleika/samræmingu og umferðaröryggi í umferðinni með því að upplýsa, tilkynna, leiða og leiðbeina vegfarendum við akstur ásamt því að bæta við og styrkja upplýsingar umferðarmerkja. Upplýsingarnar eru aðallega gefnar sjónrænt en fyrir ákveðnar tegundir af yfirborðsmerkingum einnig hljóðrænt.
Skilgreining:
Lýsing og umferðarljós eru eftirfarandi aðgerðir:
Aðgerðalýsing:
Vegagerðin á og rekur veglýsingu og greiðir fyrir orkunotkun, viðhald og rekstur ljósgjafanna samkvæmt sérstökum samningi nema annað sé ákveðið.
Skilgreining:
Þjónustuverkefnið er viðgerðir á öllum vegriðum nema vegriðum á brúm, undirgöngum og í jarðgöngum
Staðall:
Vegrið skulu vera í því ástandi að þau þjóni tilgangi sínum og vegfarendum stafi ekki hætta af þeim vegna staðsetningar, lélegs ástands eða ófullnægjandi merkinga. Hæð efri brúnar leiðarar skal vera 75 sm hærri en öxl við leiðara. Allir kantsteinar skulu vera minnst 10 sm háir.
Aðgerðalýsing:
Hafi leiðari bognað út um meira en 30 sm t.d. við ákeyrslu, skal hann lagaður. Gæta skal þess að hæð leiðara sé eins og kröfur eru gerðar um. Skemmda leiðara sem umferð stafar hætta af skal lagfæra strax. Brotnar eða lausar stoðir skal lagfæra innan viku og aðrar skemmdir innan mánaðar. Skemmda öryggisgirðingu á milli akbrauta skal lagfæra strax.
Kantsteina sem hafa brotnað eða aflagast skal lagfæra innan einnar viku ef ÁDU > 2000 bílar og innan mánaðar ef ÁDU < 2000 bílar. Sama máli gegnir um skemmdir á umferðareyjum og vegghleðslum. Lækka skal jarðveg í umferðareyjum þegar hæð hans yfir kantsteini er meiri en 10 sm.
Hækkun kantsteina eða umferðareyja samfara hækkun á slitlagi er ekki kostuð af þjónustuaðila, þar sem slíkar aðgerðir teljast afleiðing af lagningu slitlagsins. Skemmdir á hleðslum, múrum, veggjum eða þiljum skal lagfæra innan mánaðar.
Skilgreining:
Viðgerðir á ristarhliðum og gripahliðum eru eftirfarandi aðgerðir:
Þegar hlið eru svo slitin að þeim verði ekki haldið við lengur þarf að endurnýja þau. Sá kostnaður er greiddur af viðhaldi girðinga.
Aðgerðalýsing:
Þar sem þörf er á og við verður komið skal í byrjun maí hreinsa úr hliðum, lagfæra girðingar sem tengjast hliðinu og endurnýja eða hreinsa endurskinsmerki.
Ef laga þarf hliðundirstöður skal það gert eins fljótt og unnt er eftir að frost fer úr jörðu.
Skemmdir á hliði sem geta verið vegfarendum hættulegar eða takmarka notagildi hliðsins skal lagfæra strax. Aðrar skemmdir skal lagfæra innan þriggja daga ef ÁDU > 1000 bílar, annars innan viku.
Umsjón og eftirlit með vegum eru eftirfarandi aðgerðir:
Aðgerðalýsing:
Almennt eftirlit með vegum og vegamannvirkjum er framkvæmt til að kanna almennt ástand vegar og yfirfara og laga öll þau atriði sem varða umferðaröryggi. Eftirlitsferðir eru einnig farnar ef boð berast um skemmdir á vegum eða vegamannvirkjum. Þá er umfang skemmdanna strax skoðað og þær merktar á viðeigandi hátt ef ekki eru tök á að lagfæra þær strax.
Miða skal við að tíðni almenns eftirlits sé eftirfarandi:
Þjónustuflokkur
|
Tíðni almenns eftirlits með vegum og vegamannvirkjum
|
1
|
2 svar í viku
|
2
|
1 sinni í viku
|
3
|
Mánaðarlega
|
4
|
2 svar á ári
|
Safn- og landsvegir
|
Árlega
|
Eftirlit með mælitækjum og öðrum búnaðier framkvæmt samkvæmt fyrirfram ákveðnu gæðakerfi.
Eftirlit með ásþunga og burðarþoli vegaer framkvæmt á þíðutímabilum þegar klaki fer úr jörðu og þá einkum á vorin. Eftirlitið felst í því að meta hvenær þörf sé á þungatakmörkunum auk eftirlits með ásþunga bíla. Auglýsingar vegna þungatakmarkana eru hluti eftirlitsins.
Skilgreining:
Smávélar eru eftirfarandi aðgerðir:
Aðgerðalýsing:
Tæki sem hafa rekstrarnúmer eru ekki smávélar.
Innkaup skulu fara fram í gegnum rekstrardeild eða rammasamning.
Smávélar skulu uppfylla staðla og reglur.
Hreinsun og umhirða vegsvæðis eru eftirfarandi aðgerðir:
Aðgerðalýsing:
Grjóthrun eða skriðuföll á akbraut sem getur skapað hættu fyrir vegfarendur skal hreinsa um leið og fært þykir (sjá tíðnitöflu). Ef hrun eða skriðuföll geta valdið frekara tjóni á vegi eða öðrum mannvirkjum skal gera lágmarksaðgerðir um leið og fært þykir. Aðra hreinsun skal vinna samhliða öðrum verkefnum á svæðinu þó eigi síðar en einum mánuði frá því að hrun átti sér stað.
Grjótnet skal yfirfara og lagfæra a.m.k. einu sinni á ári. Ef grjóthrun eða aurskriður fylla í netin þannig að notagildi þeirra verður ófullnægjandi skal hreinsað úr þeim og gera við skemmda hluta eins fljótt og unnt er.
Hreinsun rusls á vegsvæði á vegum í þjónustuflokki 1-3 skal ljúka eins fljótt og unnt er að vorinu og vera lokið fyrir júní. Með öðrum vegum skal rusl hreinsað samtímis og stikur eða umferðarmerki eru lagfærð eða þegar önnur vinna á sér stað á svæðinu. Handsá skal í minni háttar skemmdir á uppgræddu vegsvæði eða áningarstöðum.
Akbrautir og axlir skulu sópaðar að vori til ef þörf er á, en að öllu jöfnu er miðað við að ekki sé sópað nema sérstök ástæða þyki til. Sópa skal öll vegamót a.m.k. einu sinni á ári og skal því lokið fyrir 1. júní ár hvert. Sópun gatnamóta skal hagað þannig að þau séu ætið svo hrein að ekki skapist hætta af fyrir vegfarendur.
Hreinsa þarf reglulega úr brunnum og niðurföllum þar sem þau eru til staðar og skal tíðni hreinsana ákveðin út frá fyrri reynslu og þá sérstaklega með tilliti til þess hvort vegur er sandborinn að vetri til eða ekki.
Undirgöng og göngustíga skal sópa og hreinsa skal niðurföll í undirgöngum a.m.k. einu sinni að vori. Grasi vaxnar umferðareyjar og vegsvæði skal slá eftir þörfum yfir sumartímann.
Áningarstaði skal hreinsa reglulega og sjá til þess að upplýsingatöflur séu réttar, með því að láta viðkomandi umsjónaraðila vita þegar breytinga er þörf, og að töflurammar séu málaðir og annar búnaður sé ávallt hreinn og í góðu ástandi. Tæma skal sorpílát (þar sem þau eru til staðar) nægjanlega oft til að þau yfirfyllist ekki. Á þeim áningarstöðum þar sem hætta er á að lausamunir s.s. borð og sorpílát geti orðið fyrir skemmdum að vetrarlagi skal koma þeim fyrir til geymslu og viðhalds fyrir 15. október og skal þá jafnframt miðað við að búnaðurinn sé kominn aftur á sinn stað í lok maí.
Yfirfara skal ástand og búnað sæluhúsa a.m.k. tvisvar sinnum á ári og þá að hausti og vetri.
Tíðnitafla:
Þjónustuflokkur | Hreinsun grjóthruns og skriðufalla sem getur skapað hættu | Hreinsun rusls á vegsvæði |
1 | Strax | 2 svar á ári |
2 | Strax | Árlega |
3 | Innan eins dags | Árlega |
4 | Innan 3 daga | Samhliða yfirferð stika, umferðarmerkja eða þegar önnur vinna á sér stað |
Safn- og landsvegir | Innan 7 daga | Samhliða yfirferð stika, umferðarmerkja eða þegar önnur vinna á sér stað |
Viðhald axla, gangstíga, hjólreiðastíga og reiðvega eru eftirfarandi aðgerðir:
Staðall:
Endurvinna skal axlir þegar hæðarmismunur slitlags og axla er meiri en 2 sm á vegum með ÁDU > 1000 bílar og 3 sm á vegum með minni umferð. Með endurvinnslu axla er átt við heflun þeirra og endurmótun í réttan halla og hæð og útlögn viðbótarefnis ef með þarf.
Aðgerðalýsing:
Holur í öxlum með bundnu slitlagi skal lagfæra innan þriggja daga ef ÁDU er meiri en 1000 bílar, annars innan viku.
Hækkun axla með möluðu malarslitlagsefni (ekki burðarlagsefni) samfara hækkun á slitlagi skal kostuð af sama viðfangsefni og kostar lagningu slitlagsins.
Eftirfarandi aðgerðir tilheyra þjónustuverkefninu:
Aðgerðalýsing:
Viðgerðir skal gera eins fljótt og fært þykir. Ef ekki er hægt að hefja viðgerðir strax eða ef fyrirsjáanlegt er að viðgerðir taki lengri tíma skal svæðið merkt eins og langtíma vinnusvæði og takmörkun á umferð auglýst ef ástæða þykir til. Ef skemmdir geta leitt af sér frekari skemmdir á vegi eða öðrum mannvirkjum skal framkvæma lágmarksaðgerðir eins fljótt og kostur er.
Ef skemmdir eru svo víðtækar að sérstaka fjárveitingu þarf til, eða vafi leikur á hvernig vinna eigi viðgerðina, skal framkvæma lágmarks aðgerðir strax til að tryggja umferðaröryggi og merkja staðinn eins og þörf er á og koma upplýsingum um skemmdirnar síðan áfram til umdæmisstjóra.
Afvötnun eru eftirfarandi aðgerðir :
Staðall:
Skurðar- eða rásarbotn skal vera 0,3 m neðar en neðri brún burðarlags. Ef burðarlagsþykkt er óljós gildir lágmarkskrafan 0,5 m.
Ræsalögn og endafrágangur skal vera samkvæmt gildandi verklýsingu.
Aðgerðalýsing:
Graskanta, sem halda vatni á og í vegum, skal fjarlægja.
Skurði og rásir skal hreinsa sé dýpt þeirra orðin helmingur af upprunalegri dýpt. Minnsta dýpt rása þegar þörf er á aðgerð er 0,5 – 0,6 m og þurrkskurða 1,3 – 1,5 m. Að öllu jöfnu er þó ekki þörf á hreinsun þurrkskurða oftar en á 10 – 15 ára fresti, en rásir skal athuga árlega og hreinsa jafnframt ef þörf er á. Með vegum sem byggðir hafa verið eftir stöðlum Vegagerðarinnar skulu rásir og skurðir endurnýjaðir samkvæmt þeim. Gerð nýrra skurða eða rása heyrir ekki undir þjónustu.
Ræsi og ræsaenda skal athuga a.m.k. árlega ef ÁDU er meiri en 1000 bílar, annars annað hvert ár. Á þeim vegum eða vegaköflum, þar sem vitað er að frágangur eða ástand ræsa og/eða ræsaenda er þannig að tjón eða hætta geti stafað af, skal athuga ástand þeirra a.m.k. árlega. Gera þarf við ræsi eða endurnýja þegar rör hafa losnað í sundur eða þegar sig veldur vatnsuppistöðu í ræsinu og ræsið þjónar ekki lengur tilgangi sínum. Ástand ræsis og ræsisinntaks skal vera þannig að ekki sé hætta á að vatn geti runnið utan ræsis og inn í vegfyllinguna.
Fjarlægja skal allt rusl og annað sem skert getur þversnið á inn og úttaki ræsis. Hreinsa skal úr ræsi ef dýpt jarðvegs fer yfir einn þriðja af hæð ræsisins.
Sérstök verkefni eru verkefni sem unnin eru á stöðum þar sem aðstæður eru þess eðlis að þörf er á reglubundnum og kostnaðarsömum þjónustuaðgerðum t.d.