27. janúar 2022
Ísland undir­ritar stofn­sátt­mála nýrrar alþjóða­stofn­unar á sviði vita­mála

Ísland hefur skrifað undir samning um að verða aðili að stofnun á nýrri alþjóðastofnun um vitamál. Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands í París, undirritaði samning því til staðfestingar fyrr í dag fyrir hönd samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Vegagerðarinnar, sem fara með vita- og hafnamál.

Alls hafa nú um 50 ríki undirritað samning um stofnaðild en tæplega tíu ríki fullgilt stofnsáttmálann. Alþjóðastofnunin verður að veruleika þegar 30 lönd hafa skrifað undir og fullgilt sáttmálann. Stofnuninni er ætlað er að tryggja öryggi, hagkvæmni og skilvirkni siglinga skipa til framtíðar.

Nýja stofnunin breytir hlutverki IALA, alþjóðasamtaka vitastofnana (e. International Association of Marine Aids to Navigation and Lighthouse Authorities), sem verður framvegis alþjóðleg milliríkjastofnun. Vegagerðin og forverar hennar hafa verið aðilar að IALA allt frá stofnun samtakanna árið 1957, þegar þáverandi vita- og hafnamálastofnun var formlega boðið að vera stofnaðili að samtökunum.

Með breytingunni er tryggt að IALA getur tekið fullan þátt í mikilvægu starfi við stöðlun siglinga.

Starfsemin verður byggð upp á sama hátt og tíðkast hjá alþjóðastofnunum. Aðalfundur stofnunarinnar („General Assembly“) verður haldinn á þriggja ára fresti en þar eiga öll aðildarríki sæti. Aðalfundur kýs í ráð stofnunarinnar, forseta, varaforseta og aðalritara. Framkvæmdaráð („Council“), sem samanstendur af 23 aðildarríkjum, forseta og varaforseta stofnunarinnar, fer með framkvæmdastjórn stofnunarinnar. Skrifstofa hennar („Secretariat“) er leidd af aðalritara. Loks verða nefndir skipaðar sem styðja við starfsemi stofnunarinnar.

Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands í París, undirritaði stofnsáttmála nýrrar alþjóðastofnunará sviði vitamála fyrir hönd Íslands.

Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands í París, undirritaði stofnsáttmála nýrrar alþjóðastofnunará sviði vitamála fyrir hönd Íslands.

Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands í París, og Íslendingurinn Omar Frits Eriksson, sem gegnir stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra IALA.
Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands í París, og Íslendingurinn Omar Frits Eriksson, sem gegnir stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra IALA.

Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands í París, og Íslendingurinn Omar Frits Eriksson, sem gegnir stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra IALA. Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands í París, og Íslendingurinn Omar Frits Eriksson, sem gegnir stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra IALA.