Vegagerðin býður hér með út yfirlagnir á Norðursvæði með klæðingu árið 2024.
Yfirlagnir með einföldu lagi klæðingar | 550806 m2 |
Yfirlögn með kílingu | 52668 m2 |
Flutningur steinefna | 7653 m3 |
Flutningur bindiefna | 984 m3 |
Verki skal að fullu lokið 1. september 2024.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 25. mars 2024 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 9. apríl 2024.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.
Opnun tilboða 9. apríl 2024. Yfirlagnir á Norðursvæði með klæðingu árið 2024.
Verki skal að fullu lokið 1. september 2024.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
Áætlaður verktakakostnaður | 213.979.176 | 100,0 | 24.403.052 |
Klæðing ehf | 207.535.940 | 97,0 | 17.959.816 |
Borgarverk ehf., Borgarnesi | 189.576.124 | 88,6 | 0 |