Vegagerðin óskar eftir tilboðum í yfirborðsmerkingar akbrauta með sprautuplasti á þremur svæðum Vegagerðarinnar, á Suðursvæði og syðri hluta Vestursvæðis. Um er að ræða merkingu miðlína, annarra lína og yfirlagnakafla á vegum með bundið vegyfirborð árin 2024-2026.
Verkið er boðið út til þriggja ára með möguleika á framlengingu verksamnings sumarið 2027 og sumarið 2028.
Verkið felst í yfirborðsmerkingum akbrauta. Áætlað verkmagn er 1.233 km.
Helstu magntölur, miðað við eitt ár, eru:
Verki skal að fullu lokið 1. október ár hvert.
Útboðsgögnin eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með miðvikudeginum 24. janúar 2024 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 5. mars 2024.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.
Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
Á opnunarfundi var skráð hverjir skiluðu inn tilboði. Eftirtaldir skiluðu inn tilboði.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
Óskatak ehf., Kópavogi | 291.032.712 | 338,5 | 153.114.712 |
Vegamál Vegmerking ehf., Reykjavík | 223.470.000 | 259,9 | 85.552.000 |
G.I. Halldórsson ehf., Ísafjörður | 164.710.000 | 191,6 | 26.792.000 |
Vegamálun ehf., Kópavogur | 137.918.000 | 160,4 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 85.973.000 | 100,0 | 51.945.000 |