Útboðsnúmer 24-009
Yfir­borðs­merk­ingar, sprautuplast á Suður­svæði og syðra hluta Vestur­svæð­is 2024-2026

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst janúar 2024
    • 2Opnun tilboða mars 2024
    • 3Samningum lokið apríl 2024

24. janúar 2024Útboðsauglýsing

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í yfirborðsmerkingar akbrauta með sprautuplasti á þremur svæðum Vegagerðarinnar, á Suðursvæði og syðri hluta Vestursvæðis. Um er að ræða merkingu miðlína, annarra lína og yfirlagnakafla á vegum með bundið vegyfirborð árin 2024-2026.

Verkið er boðið út til þriggja ára með möguleika á framlengingu verksamnings sumarið 2027 og sumarið 2028.

Verkið felst í yfirborðsmerkingum akbrauta. Áætlað verkmagn er 1.233 km.

Helstu magntölur, miðað við eitt ár, eru:

  • Vegmössun, (deili)línur b=100, þ=3,0 mm             22 km
  • Vegmössun, deililínur b=150, þ=3,0 mm                22 km
  • Vegmössun, línur b=200 mm, þ=3,0 mm               29 km
  • Sprm. miðlína, b=100 mm, þ=0,7 mm                   310 km
  • Sprm. miðlína, b=100 mm, þ=1,0 mm                   450 km
  • Sprm. miðlína, b=100 mm, þ=1,5 mm                      75 km
  • Sprm. deililína, b=100 mm, þ=1,0 mm                       5 km
  • Sprm. (deili)lína, b=150 mm, þ=1,0 mm                     5 km
  • Sprm. (deili)lína, b=150 mm, þ=1,5 mm                  10 km
  • Sprm. kantlína, b=100 mm, þ=0,7 mm                    50 km
  • Sprm. kantlína, b=100 mm, þ=1,0 mm                   60 km
  • Plaststrik, b=200 mm, þ=1,0 mm                          170 km
  • Plaststrik, b=200 mm, þ=1,5 mm                            25 km
  • Viðverudagar                                                           100 dagar

Verki skal að fullu lokið 1. október ár hvert.

 

Útboðsgögnin eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með miðvikudeginum 24. janúar 2024 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 5. mars 2024.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.


5. mars 2024Opnun tilboða

Á opnunarfundi var skráð hverjir skiluðu inn tilboði. Eftirtaldir skiluðu inn tilboði.

Bjóðandi
Vegamálun ehf., Kópavogur
Vegamál Vegmerking ehf., Reykjavík
Óskatak ehf., Kópavogi
G.I. Halldórsson ehf., Ísafjörður

29. apríl 2024Samningum lokið

Vegamálun ehf., Kópavogur
kt. 6304972649