Hafnarstjórn Vopnafjarðar óskar eftir tilboðum í verkið „Vopnafjörður, lenging Löndunarbryggju, dýpkun og stálþil “.
Helstu verkþættir eru:
· Dýpkun á klapparbotni, um 11.157 m3 og sprengd rás fyrir þil.
· Jarðvinna, fylling og þjöppun.
· Steypa 42 akkerissteina.
· Reka niður 106 tvöfaldar stálþilsplötur af gerð GHZ24-2 og ganga frá stagbitum og stögum.
· Steypa um 137 m langan kantbita með pollum, kanttré, stigum og þybbum.
Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. september 2025.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með þriðjudeginum 20. febrúar 2024 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 12. mars 2024.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.
Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
Sjótækni ehf., Tálknafirði | 659.338.575 | 123,2 | 10.245.325 |
Hagtak hf., Hafnarfirði | 649.093.250 | 121,3 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 534.986.000 | 100,0 | 114.107.250 |