Útboðsnúmer 25-066
Vest­manna­eyjar, endur­bygg­ing Gjábakka 2025

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst apríl 2025
    • 2Opnun tilboða
    • 3Samningum lokið

14. apríl 2025Útboðsauglýsing

Hafnarstjórn Vestmannaeyja óskar eftir tilboðum í verkið „Vestmannaeyjar endurbygging Gjábakka 2025“.

Helstu verkþættir og magntölur eru eftirfarandi:
Rif, jarðvinna, fylling og þjöppun
Steypa 39 akkerissteina
Reka niður 83 tvöfaldar stálþilsplötur af gerð AZ30-750 og AZ28-750 og ganga frá stagbitum og stögum
Steypa um 125 m langan kantbita með pollum og kanttréi

Verklok eru 1. maí 2026.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign  frá og með mánudeginum 14. apríl 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 29. apríl 2025.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.