Útboðsnúmer 25-047
Vest­fjarða­vegur (60) um Gufu­dals­sveit, brýr á Djúpa­fjörð við Grónes og Gufu­fjörð

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst mars 2025
    • 2Opnun tilboða
    • 3Samningum lokið

14. mars 2025Útboðsauglýsing

Vegagerðin býður hér með út byggingu tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit. Annars vegar er um a ræða 58 m langa brú á Djúpafjörð við Grónes og hins vegar um 130 m langa brú á Gufufjörð. Innifalið í verkinu er rif á núverandi 119 m bráðabirgðabrú á Gufufirði ásamt efnisflutningum úr núverandi vinnuplönum og gerð grjótvarnar/rofvarnar.

Helstu magntölur eru:

Vegagerð
Bergskeringar í námu
38.000 m3
Fyllingar
53.500 m3
Grjótvörn/rofvorn 
19.000 m3
Brýr
Vegrið
382 m
Gröftur
17.300 m3
Fylling við steypt mannvirki
6.000 m3
Bergskering
180 m3
Mótafletir
5.900 m2
Steypustyrktarstál
260 tonn
Spennt járnalögn
58 tonn
Steinsteypa
3.120 m3

Verkinu skal að fullu lokið 30. september 2026.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með föstudeginum 14. mars 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 29. apríl 2025.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.