Útboðsnúmer 23-083
Verð­könn­un: Álfta­nesvegur (415), vega­mót við Garða­hraunsveg, ráðgjöf og eftir­lit

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst nóvember 2023
    • 2Opnun tilboða
    • 3Samningum lokið

27 nóvember 2023Útboðsauglýsing

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í eftirlit og ráðgjöf með verkinu Álftanesvegur (415-04), vegamót við Garðahraunsveg. Verkið felst í tilfærslu á vegamótum Álftanesvegar og Garðahraunsvegar, þ.m.t. breikkun Álftanesvegar á um 400 m kafla. Einnig er um að ræða nýbyggingu Garðahraunsvegar og breytingu á vegamótum Garðahraunsvegar og Garðaholtsvegar, samtals um 600 m. Inn í verkinu er einnig nýbygging göngu- og hjólastíga, samtals um 1.400 m. Verklok eru áætluð 31. ágúst 2024.

 

 

Verkönnunargögn eru aðgengileg í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með þriðjudaginn 28. nóvember 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 fimmtudaginn 7. desember 2023.