Hafnarstjórn Þorlákshafnar óskar eftir tilboðum í verkið „Þorlákshöfn: Suðurvararbryggja – Endurbygging stálþils 2023“.
Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. maí 2024.
Tilboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 12. júní 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 27. júní 2023.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.
Helstu verkþættir |
Steypa 61 akkerisplötu. |
eka niður 130 tvöfaldar stálþilsplötur af gerð AZ 22-800. |
Bolta stagbita innan á þilið og koma 61 stögum og akkerisplötum fyrir. |
Fylla upp innan við þil. |
Steypa kantbita með pollum og setja upp kanttré, stiga og þybbur. |
Opnun tilboða 27. júní 2023. Hafnarstjórn Þorlákshafnar óskaði eftir tilboðum í verkið „Þorlákshöfn: Suðurvararbryggja – Endurbygging stálþils 2023“.
Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. maí 2024.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
Hagtak hf., Hafnarfirði | 415.250.000 | 128,1 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 324.042.050 | 100,0 | 91.207.950 |