Útboðsnúmer 24-082
Þing­valla­vegur um Mosfells­dal, hönn­un

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst september 2024
    • 2Opnun tilboða
    • 3Samningum lokið

20. september 2024Útboðsauglýsing

Vegagerðin, Mosfellsbær og Hitaveita Mosfellsbæjar, bjóða hér neð út for- og verkhönnun á breytingum á Þingvallavegi um Mosfellsdal. Kaflinn er um 2 km að lengd og nær frá Norðurreykjaá við Hlaðgerðarkotsveg að Gljúfrasteini. Innifalið í verkinu er veg- og
gatnahönnun, vegamótahönnun, hönnun undirganga, stíga, vatnsveitulagnar, hitaveitulagnar og afvötnun.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og á grundvelli matsþátta og verðs . Ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en maí 2025.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með föstudeginum 20. september 2024 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 22. október 2024.

Ekki verða haldnir sérstakir opnunarfundir en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu. Þann 6. nóvember  2024 verður bjóðendum tilkynntar niðurstöður stigagjafar og verðtilboð hæfra bjóðenda.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.