Útboðsnúmer 24-082
Þing­valla­vegur (36) um Mosfells­dal, hönn­un

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst september 2024
    • 2Opnun tilboða nóvember 2024
    • 3Samningum lokið nóvember 2024

20. september 2024Útboðsauglýsing

Vegagerðin, Mosfellsbær og Hitaveita Mosfellsbæjar, bjóða hér með út for- og verkhönnun á breytingum á Þingvallavegi um Mosfellsdal. Kaflinn er um 2 km að lengd og nær frá Norðurreykjaá við Hlaðgerðarkotsveg að Gljúfrasteini. Innifalið í verkinu er veg- og gatnahönnun, vegamótahönnun, hönnun undirganga, stíga, vatnsveitulagnar, hitaveitulagnar og afvötnunar.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og á grundvelli matsþátta og verðs . Ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en maí 2025.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með föstudeginum 20. september 2024 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 22. október 2024.

Ekki verða haldnir sérstakir opnunarfundir en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu. Þann 6. nóvember  2024 verður bjóðendum tilkynntar niðurstöður stigagjafar og verðtilboð hæfra bjóðenda.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.


6. nóvember 2024Opnun tilboða

BjóðandiVerðtilboð (kr.)Verðtilboð (stig)Hæfi (stigSamtals (stig)
Hnit verkfræðistofa hf., Reykjavík
106.586.465
38
30
68
COWI Ísland, Kópavogur
66.366.040
62
30
92
Efla hf, Reykjavík
58.499.055
70
27
97
Áætlaður verktakakostnaður
49.700.000

26. nóvember 2024Samningum lokið

Efla hf, Reykjavík
kt. 6210790189