Vegagerðin óskar eftir tilboðum í endurbyggingu á um 6,6 km kafla á Steinadalsvegi í Dalabyggð. Um er að ræða endurbætur á núverandi vegi ásamt vegtengingum og frágangi.
Fyllingar og fláafleygar | 28.000 m3 |
Ræsalögn | 470 m |
Styrktarlag | 18.000 m3 |
Burðarlag | 7.600 m3 |
Tvöföld klæðing | 48.600 m2 |
Vegrið | 1.100 m |
Frágangur fláa | 58.000 m2 |
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. ágúst 2026.
Útboðsgögn eru aðgengileg í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 20. janúar 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 4. febrúar 2025.
Ekki verður haldin sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðshæð.