Útboðsnúmer 25-049
Stakar merk­ingar á Suður­svæði og Vestur­svæði sunn­an Borga­ness 2025-2026

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst mars 2025
    • 2Opnun tilboða mars 2025
    • 3Samningum lokið

3. mars 2025Útboðsauglýsing

Vegagerðin býður hér með út stakar yfirborðsmerkingar á vegum á Suðursvæði og á Vestursvæði sunnan Borgarness.

Helstu magntölur miðað við eitt ár:
Vinna með skó
3.200 m2
Stefnuörvar
2.200 m2
Biðskylduþríhyrningar
250 m2
Aðrar stakar merkingar
100 m2
Fræsing yfirborðsmerkinga
30 m2

Verkinu skal að fullu lokið 15. október ár hvert. Samningur sem gerður verður í framhaldi af útboði þessu mun gilda í tvö ár frá töku tilboðs, með möguleika á framlengingu um allt að tvö ár til viðbótar, eitt ár í senn með samþykki beggja aðila.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 3. mars 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 18. mars 2025.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.


18. mars 2025Opnun tilboða

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
Vegamál Vegmerking ehf., Reykjavík
32.800.000
151,8
4.790.000
Vegamálun ehf., Kópavogur
28.010.000
129,7
0
Áætlaður verktakakostnaður
21.604.000
100,0
6.406.000