Vegagerðin býður hér með út stakar yfirborðsmerkingar á vegum á Suðursvæði og á Vestursvæði sunnan Borgarness.
Vinna með skó | 3.200 m2 |
Stefnuörvar | 2.200 m2 |
Biðskylduþríhyrningar | 250 m2 |
Aðrar stakar merkingar | 100 m2 |
Fræsing yfirborðsmerkinga | 30 m2 |
Verkinu skal að fullu lokið 15. október ár hvert. Samningur sem gerður verður í framhaldi af útboði þessu mun gilda í tvö ár frá töku tilboðs, með möguleika á framlengingu um allt að tvö ár til viðbótar, eitt ár í senn með samþykki beggja aðila.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 3. mars 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 18. mars 2025.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
Vegamál Vegmerking ehf., Reykjavík | 32.800.000 | 151,8 | 4.790.000 |
Vegamálun ehf., Kópavogur | 28.010.000 | 129,7 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 21.604.000 | 100,0 | 6.406.000 |