Vegagerðin býður hér með út hönnun, framleiðslu/smíði og uppsetningu nýrrar 33,2 m langrar forsmíðaðar yfirbyggingar á brú yfir Kaldá við Snorrastaði á Snorrastaðavegi. Yfirbyggingin skal forsmíðuð og hífast, í einu lagi eða einingum, á fyrirliggjandi brúarstólpa og festast/tengjast þeim. Yfirbygging brúar skiptist í 3,0 m breiða akbraut og 1,5 m breiða gönguleið auk bríka beggja vegna fyrir H2 vegrið.
Forsmíðuð yfirbygging brúar | Heild |
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1 október 2025.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 3. mars 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 18. mars 2025.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
Ístak hf., Mosfellsbær | 97.353.809 | 144,1 | 12.432.262 |
Trefjar ehf., Hafnarfirði | 84.921.547 | 125,7 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 67.550.000 | 100,0 | 17.371.547 |