Útboðsnúmer 21-105
Skeiða- og Hruna­manna­vegur (30) um Stóru-Laxá (EES)

26 júlí 2021Útboðsauglýsing

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í  byggingu brúar yfir Stóru-Laxá, gerð nýs vegkafla Skeiða- og Hrunamannavegar beggja vegna, breikkun vegamóta við Skarðsveg (3312) og við Auðsholtsveg (340-01) og gerð reiðstígs. Nýja Brúin verður verður til hliðar við núverandi brú, tvíbreið, staðsteypt, eftirspennt bitabrú, 145 m löng í fjórum höfum. Lengd vegkafla er rúmlega 1000 m og lengd reiðstígs rúmir 300 m.

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 30. september 2022.

 

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með mánudeginum 26. júlí 2021 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 24. ágúst 2021.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.


24 ágúst 2021Opnun tilboða

Opnun tilboð 24. ágúst 2021. Bygging brúar yfir Stóru-Laxá, gerð nýs vegkafla Skeiða- og Hrunamannavegar beggja vegna, breikkun vegamóta við Skarðsveg (3312) og við Auðsholtsveg (340-01) og gerð reiðstígs. Nýja Brúin verður verður til hliðar við núverandi brú, tvíbreið, staðsteypt, eftirspennt bitabrú, 145 m löng í fjórum höfum. Lengd vegkafla er rúmlega 1000 m og lengd reiðstígs rúmir 300 m.

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
ÞG verktakar, Reykjavík
1.306.954.815
135,0
515.644.627
Áætlaður verktakakostnaður
968.458.812
100,0
177.148.624
Landstólpi ehf., Gunnbjarnarholti
969.490.851
100,1
178.180.663
PK Verk ehf. og Byggingar ehf., Hafnarfirði
883.467.750
91,2
92.157.562
Ístak hf., Mosfellsbær
791.310.188
81,7
0

23 september 2021Samningum lokið

Ístak hf.,Mosfellsbær
kt. 4302141520