Útboðsnúmer 24-071
Reykja­nesbraut (41), Snekkju­vogur – Trana­vogur. Göngu- og hjóla­brú

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst maí 2024
    • 2Opnun tilboða júní 2024
    • 3Samningum lokið júlí 2024

22. maí 2024Útboðsauglýsing

Vegagerðin býður hér með út samsetningu og uppsetningu færanlegrar göngu- og hjólabrúar yfir Reykjanesbraut (Sæbraut) milli Snekkjuvogs og Tranavogs ásamt stígatengingum, lyftum og byggingu palla, trappa og skjólbyggingar á tröppur og brú. Verkinu tilheyra einnig umferðar- öryggisbúnaður, ofanvatnslagnir, stíglýsing og yfirborðsfrágangur við brúarenda.

Helstu magntölur eru:

Göngu- og hjólabrú, pallar, tröppur og skjólbygging:
Mót undirstöðu 
283 m2
Steypustyrktarjárn
9. 600 kg
Steypa
130 m3
Stálvirki, stöplar, smíði og uppsetning
35 tonn
Stálvirki, brú, uppsetning 
25 tonn
Vega- og stígagerð
Gröftur fyrir leiðslum og jarðstrengjum 
320 m
Slitlagsmalbik
250 m2
Burðarlag
38 m3
Staðsteyptur kantsteinn
36 m
Bitavegrið
240 m
Færanlegar skiltaeyjur
3 stk.
Steinavegrið, forsteypt
44 m
Skiltabrýr, uppsetning
2 stk.

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 26. nóvember 2024.

Tilboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með þriðjudeginum 22. maí 2024 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 25. júní 2024.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.

 


25. júní 2024Opnun tilboða

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
Stéttafélagið ehf., Hafnarfirði
403.299.470
185,1
113.262.498
PK Verk ehf., Hafnarfirði
313.330.254
143,8
23.293.282
Ístak hf., Mosfellsbær
290.036.972
133,1
0
Áætlaður verktakakostnaður
217.869.916
100,0
72.167.056

31. júlí 2024Samningum lokið

Ístak hf., Mosfellsbær
kt. 4302141520