Útboðsnúmer 24-076
Reykja­nesbraut (41), Álfta­nesvegur – Lækjar­gata, frumdrög

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst október 2024
    • 2Opnun tilboða nóvember 2024
    • 3Samningum lokið desember 2024

10. október 2024Útboðsauglýsing

Vegagerðin býður hér með út vinnu við yfirferð, endurskoðun og uppfærslu fyrirliggjandi frumdraga vegna Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, frá Álftanesvegi að Lækjargötu. Um er að ræða samræmingu hönnunarvinnu og greininga úr tvennum frumdrögum, annars vegar mislægum lausnum í núverandi vegstæði skv. gildandi aðalskipulagi og hins vegar jarðgöngum í gegnum Setbergshamar. Verkefnið er hluti af samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og á grundvelli matsþátta og verðs . Ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en maí 2025.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með fimmtudeginum 10. október 2024 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 12. nóvember 2024.

Ekki verða haldnir sérstakir opnunarfundir en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu. Þann 26. nóvember  2024 verður bjóðendum tilkynntar niðurstöður stigagjafar og verðtilboð hæfra bjóðenda.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.


28. nóvember 2024Opnun tilboða

BjóðandiVerðtilboð (kr./klst.)Verðtilboð (stig)Hæfi (stig)Samtals (stig)
Áætlaður verktakakostnaður
25.000
Efla hf, Reykjavík
29.500
16
44
60
COWI Ísland, Kópavogur
28.107
17
25
42
Verkís hf., Reykjavík
23.686
20
34
54

18. desember 2024Samningum lokið

Efla hf, Reykjavík
kt. 6210790189