Útboðsnúmer 24-081
Rekstur Breiða­fjarðar­ferju 2025-2028 – Sérleyfi fyrir Vega­gerð­ina

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst september 2024
    • 2Opnun tilboða desember 2024
    • 3Samningum lokið

17. september 2024Útboðsauglýsing

Vegagerðin býður hér með út rekstur Breiðafjarðarferju 2025-2028 – Sérleyfi fyrir Vegagerðina á ferjuleiðum (F1) og (F2) sem hér segir:
• Ferjuleið (F1): Stykkishólmur – Brjánslækur – Stykkishólmur
• Ferjuleið (F2): Stykkishólmur – Flatey – Brjánslækur – Flatey – Stykkishólmur
þ.e. að annast fólks-, bifreiða- og vöruflutninga á milli Stykkishólms og Brjánslækjar (F1) og milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey (F2).

Bjóðandi skal nota ferjuna m/s Baldur sem er í eigu Vegagerðarinnar.

Samningstími er 3 ár, frá 9. maí 2025 og til og með 30. apríl 2028, með möguleika á framlengingu tvisvar sinnum um eitt ár í senn.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með þriðjudeginum 17. september 2024 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 3. desember 2024.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.


3. desember 2024Opnun tilboða

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
Sæferðir ehf., Stykkishólmur
2.050.132.500
107,5
299.517.235
Áætlaður verktakakostnaður
1.906.832.181
100,0
156.216.916
Sjótækni ehf., Tálknafirði
1.795.748.700
94,2
45.133.435
Ferjuleiðir ehf., Reykjavík
1.750.615.265
91,8
0