Útboðsnúmer 23-080
Ráðgjöf og eftir­lit með vetrar­þjón­ustu á Suður­svæði 2023-2025

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst september 2023
    • 2Opnun tilboða október 2023
    • 3Samningum lokið

27 september 2023Útboðsauglýsing

Vegagerðin býður hér með út ráðgjöf og eftirlit með vetrarþjónustu á Suðursvæði veturna 2023-2024 og 2024-2025.  Um er að ræða eftirtalin svæði: Reykjanes, Höfuðborgarsvæðið, Vesturlandsvegur, Hvalfjarðarvegur og Þingvallavegur, Hellisheiði og Þrengslavegur.
Verkið felst í gæðaeftirliti með hreinsun á snjó og krapa af vegum, vegköntum, gatnamótum og öðrum þeim mannvirkjum sem tilheyra veginum svo og eftirliti með hálkuvörn á vegyfirborði, mælingum á ástandi vegyfirborðs og upplýsingagjöf til vaktstöðvar um færðarástand og veður. Einnig felur verkið í sér ráðgjöf um nýtingu tækjaflota vetrarþjónustuverktaka.

  • Áætlaður akstur eftirlitsbifreiðar er 22.000 km og vinnutími fyrir hvort tímabilið 2.928 klst.
  • Gildistími samnings er til 31. mars 2025. Heimild er til framlengingar samnings í allt að tvö ár, eitt ár í senn.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með miðvikudeginum 27. september 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn  31. október 2023.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.


31 október 2023Opnun tilboða

Opnun tilboða 31. október 2023. Ráðgjöf og eftirlit með vetrarþjónustu á Suðursvæði veturna 2023-2024 og 2024-2025.  Um er að ræða eftirtalin svæði: Reykjanes, Höfuðborgarsvæðið, Vesturlandsvegur, Hvalfjarðarvegur og Þingvallavegur, Hellisheiði og Þrengslavegur.
Verkið felst í gæðaeftirliti með hreinsun á snjó og krapa af vegum, vegköntum, gatnamótum og öðrum þeim mannvirkjum sem tilheyra veginum svo og eftirliti með hálkuvörn á vegyfirborði, mælingum á ástandi vegyfirborðs og upplýsingagjöf til vaktstöðvar um færðarástand og veður. Einnig felur verkið í sér ráðgjöf um nýtingu tækjaflota vetrarþjónustuverktaka.

Áætlaður akstur eftirlitsbifreiðar er 22.000 km og vinnutími fyrir hvort tímabilið 2.928 klst.

Gildistími samnings er til 31. mars 2025. Heimild er til framlengingar samnings í allt að tvö ár, eitt ár í senn.

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
Garðaþjónusta Sigurjóns ehf., Kópavogur
99.704.000
155,8
39.010.400
Grafa og grjót ehf., Hafnarfirði
94.456.000
147,6
33.762.400
Ísrefur ehf., Akureyri
76.460.800
119,5
15.767.200
Malbikstöðin ehf., Mosfellsbæ
74.092.800
115,8
13.399.200
Garðlist ehf., Reykjavík
69.070.336
107,9
8.376.736
Áætlaður verktakakostnaður
63.988.800
100,0
3.295.200
Heflun ehf., Lyngholti
62.668.800
97,9
1.975.200
Colas Ísland ehf., Hafnarfirði
60.693.600
94,9
0