Útboðsnúmer 25-019
Örlygs­hafnar­vegur (612) Hvalsker – Sauð­lauks­dalur og Hvallátrar

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst mars 2025
    • 2Opnun tilboða mars 2025
    • 3Samningum lokið

10. mars 2025Útboðsauglýsing

Vegagerðin býður hér með út nýbyggingu og endurbætur á tveimur hlutum Örlygshafnarvegar (612). Annars vegar er um að ræða endurbætur á hluta Örlygshafnarvegar (612-03/04) um Hvallátra. Lengd útboðskafla er um 1,9 km veghluti. Verkið felst í nýbyggingu vegarins, lagfæringu hans og frágangi með bundnu slitslagi með áherslu á að auka umferðaröryggi. Hins vegar er um að ræða endurbætur á hluta Örlygshafnarvegar (612) Hvalsker – Sauðlauksdalur. Lengd útboðskafla er um 4,0 km. Verkið felst í endurnýjun vegarins, lagfæringu hans og frágangi með bundnu slitlagi.

 

Magntölur fyrir verkefnið Hvalsker – Sauðlauksdalur eru eftirfarandi:
Bergskeringar í vegsvæði
9.000 m3
Fyllingar
16.500 m3
Fláafleygar
10.000m3
Röralögn
318 m
Styrktarlag 
10.850 m3
Burðarlag
4.640 m3
Klæðing
26.280 m2
Frágangur fláa
46.000 m2
Magntölur fyrir verkefnið Hvallátra eru eftirfarandi:
Bergskeringar í vegsvæði
22.000 m3
Fyllingar
22.000 m3
Fláafleygar 
6.760 m3
Röralögn
100 m
Styrktarlag 
5.120 m3
Burðarlag
2.260 m3
Klæðing
12.700 m2
Frágangur fláa
15.000 m2

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 10. ágúst 2026.

Útboðsgögn eru aðgengileg í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 10. mars 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 25. mars 2025.

Ekki verður haldin sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð


25. mars 2025Opnun tilboða

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
VBF Mjölnir ehf., Selfossi
415.961.600
125,2
84.300.672
Þróttur ehf., Akranes
358.638.780
108,0
26.977.852
Áætlaður verktakakostnaður
332.138.384
100,0
477.456
Flakkarinn ehf., Brjánslæk
331.660.928
99,9
0