Vegagerðin býður hér með út nýbyggingu og endurbætur á tveimur hlutum Örlygshafnarvegar (612). Annars vegar er um að ræða endurbætur á hluta Örlygshafnarvegar (612-03/04) um Hvallátra. Lengd útboðskafla er um 1,9 km veghluti. Verkið felst í nýbyggingu vegarins, lagfæringu hans og frágangi með bundnu slitslagi með áherslu á að auka umferðaröryggi. Hins vegar er um að ræða endurbætur á hluta Örlygshafnarvegar (612) Hvalsker – Sauðlauksdalur. Lengd útboðskafla er um 4,0 km. Verkið felst í endurnýjun vegarins, lagfæringu hans og frágangi með bundnu slitlagi.
Bergskeringar í vegsvæði | 9.000 m3 |
Fyllingar | 16.500 m3 |
Fláafleygar | 10.000m3 |
Röralögn | 318 m |
Styrktarlag | 10.850 m3 |
Burðarlag | 4.640 m3 |
Klæðing | 26.280 m2 |
Frágangur fláa | 46.000 m2 |
Bergskeringar í vegsvæði | 22.000 m3 |
Fyllingar | 22.000 m3 |
Fláafleygar | 6.760 m3 |
Röralögn | 100 m |
Styrktarlag | 5.120 m3 |
Burðarlag | 2.260 m3 |
Klæðing | 12.700 m2 |
Frágangur fláa | 15.000 m2 |
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 10. ágúst 2026.
Útboðsgögn eru aðgengileg í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 10. mars 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 25. mars 2025.
Ekki verður haldin sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð