Vegagerðin býður hér með út gerð gönguþverana annars vegar yfir Nesbraut og hins vegar yfir Ánanaust.
Innifalið í verkinu er aðlögun götukanta, yfirborðsfrágangur, uppsetning götulýsingar og umferðaljósa og allur frágangur annar í samræmi við útboðsgögn.
Verkinu skal að fullu lokið 15. september 2023.
Tilboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með miðvikudeginum 5. júlí 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 18. júlí 2023. Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.
Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign
Helstu magntölur | |
Upprif á malbiki, steypu og hellum | 305 m2 |
Upprif á steyptum kantsteini | 300 m |
Gröftur | 400 m3 |
Fylling | 350 m3 |
Púkk og mulningur | 280 m2 |
Lagning kantsteina | 450 m |
Malbikun | 300 m2 |
Hellulögn | 230 m2 |
Þökulögn | 200 m2 |
Götulýsing – stólpar | 4 stk. |
Umferðarljós – stólpar | 8 stk. |
Rafstrengir | 320 m |
Opnun tilboða 18. júlí 2023. Gerð gönguþverana annars vegar yfir Nesbraut og hins vegar yfir Ánanaust. Innifalið í verkinu er aðlögun götukanta, yfirborðsfrágangur, uppsetning götulýsingar og umferðaljósa og allur frágangur annar í samræmi við útboðsgögn.
Verkinu skal að fullu lokið 15. september 2023.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
Stéttafélagið ehf., Hafnarfirði | 65.952.000 | 148,8 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 44.319.500 | 100,0 | 21.632.500 |