Vegagerðin, Umhverfisstofnun og sveitarfélögin Akureyri, Árborg, Garðabær, Hafnarfjörður, Hveragerðisbær, Kópavogur, Mosfellsbær og Reykjavík, bjóða hér með út kortlagningu á umferðarhávaða skv. reglugerð 1000/2005 um kortlagningu á hávaða og gerð aðgerðaáætlana. Kortlagning skal gerð með aðferðafræði CNOSSOS og skal gerð grein fyrir niðurstöðum kortlagningar í greinargerð.
Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Umhverfisstofnunar og sveitarfélaganna sem eru talin upp hér að framan og skal því að fullu lokið 31. maí 2024.
Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og á grundvelli matsþátta og verðs . Ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.
Útboðsgögnin eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með föstudeginum 8. desember 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 9. janúar 2024.
Ekki verða haldnir sérstakir opnunarfundir en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu. Þann 16. janúar 2024 verður bjóðendum tilkynntar niðurstöður stigagjafar og verðtilboð hæfra bjóðenda.
Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
Opnun tilboða 9. janúar 2024. Kortlagning á umferðarhávaða skv. reglugerð 1000/2005 um kortlagningu á hávaða og gerð aðgerðaáætlana. Kortlagning skal gerð með aðferðafræði CNOSSOS og skal gerð grein fyrir niðurstöðum kortlagningar í greinargerð.
Þriðjudaginn 16. janúar nk. verður bjóðendum tilkynnt um niðurstöður stigagjafar og verðtilboð
hæfra bjóðenda.
Vegagerðin, Umhverfisstofnun og 8 sveitarfélög í landinu, buðu út kortlagningu á umferðarhávaða skv. reglugerð
1000/2005 um kortlagningu á hávaða og gerð aðgerðaáætlana. Kortlagning skal gerð með aðferðafræði CNOSSOS
og skal gerð grein fyrir niðurstöðum kortlagningar í greinargerð.
Eftir lok tilboðsfrests, þriðjudaginn 9. janúar sl.,var bjóðendum tilkynnt um nöfn þátttakenda í útboðinu.
Þriðjudaginn 16. janúar voru verðtilboð hæfra bjóðenda opnuð. Báðir bjóðendur uppfylltu hæfisskilyrði útboðsins.
Valforsendur eru skv. matslíkani þar sem lagt er til grundvallar verðtilboð bjóðanda í verkhluta 1 reiknað til stiga og
stigagjöf fyrir gæði.
Verðtilboð bjóðenda í verkhluta 2.
Verkís hf., Reykjavík | 9.614.960 |
Efla hf., Reykjavík | 7.577.896* |
* Við yfirferð verðtilboða kom í ljós villa í tilboðsskrá þannig að tilboðsupphæð Eflu í verkhluta 2 var ekki rétt færð inn á opnunardegi. Þetta hefur verið leiðrétt í töflunni hér að ofan.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. | Verðtilboð, stig | Gæði, stig | Samtals stig |
---|---|---|---|---|---|---|
Verkís hf., Reykjavík | 35.620.240 | 112,6 | 2.132.468 | 71 | 25 | 96 |
Efla hf, Reykjavík | 33.487.772 | 105,8 | 0 | 75 | 25 | 100 |
Áætlaður verktakakostnaður | 31.644.800 | 100,0 | 1.842.972 | |||