Vegagerðin, fyrir hönd Vestmannaeyjahafnar og Hafnarsjóðs Snæfellsbæjar, býður hér með út innkaup á stálþiljum fyrir Vestmannaeyjahöfn og Ólafsvíkurhöfn.
Vestmannaeyjahöfn - Gjábakkabryggja, endurbygging | 482 tonn |
Ólafsvíkurhöfn - Norðurbakkabryggja, stækkun | 339 tonn |
Heildaráætlað magn 821 tonn.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 20. janúar 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 10:00 þriðjudaginn 25. febrúar 2025.
Ekki verða haldnir sérstakir opnunarfundir en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og verðtilboð.
Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
Áætlaður verktakakostnaður | 249.805.625 | 100,0 | 92.691.341 |
RJR Stál ehf., Kópavogi | 222.026.985 | 88,9 | 64.912.701 |
Húsasmiðjan ehf., Reykjavík | 178.301.832 | 71,4 | 21.187.548 |
Sjótækni ehf., Tálknafirði | 166.783.081 | 66,8 | 9.668.797 |
PalPile BV, Hollandi | 158.158.661 | 63,3 | 1.044.377 |
Guðmundur Arason ehf., Reykjavík | 157.114.284 | 62,9 | 0 |