Útboðsnúmer 24-096
Innkaup á stál­þilj­um fyrir Vega­gerð­ina 2025

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst janúar 2025
    • 2Opnun tilboða febrúar 2025
    • 3Samningum lokið

20. janúar 2025Útboðsauglýsing

Vegagerðin, fyrir hönd Vestmannaeyjahafnar og Hafnarsjóðs Snæfellsbæjar, býður hér með út innkaup á stálþiljum fyrir Vestmannaeyjahöfn og Ólafsvíkurhöfn.

Áætlað magn er:
Vestmannaeyjahöfn - Gjábakkabryggja, endurbygging
482 tonn
Ólafsvíkurhöfn - Norðurbakkabryggja, stækkun
339 tonn

Heildaráætlað magn 821 tonn.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með mánudeginum  20. janúar 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 10:00 þriðjudaginn 25. febrúar 2025.

Ekki verða haldnir sérstakir opnunarfundir en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og verðtilboð.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.


25. febrúar 2025Opnun tilboða

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
Áætlaður verktakakostnaður
249.805.625
100,0
92.691.341
RJR Stál ehf., Kópavogi
222.026.985
88,9
64.912.701
Húsasmiðjan ehf., Reykjavík
178.301.832
71,4
21.187.548
Sjótækni ehf., Tálknafirði
166.783.081
66,8
9.668.797
PalPile BV, Hollandi
158.158.661
63,3
1.044.377
Guðmundur Arason ehf., Reykjavík
157.114.284
62,9
0