Vegagerðin, sveitarfélagið Hörgársveit og Norðurorka hf. bjóða hér með út gerð hringtorgs við Lónsbakka, vegtenginga og stíga. Innifalið í verkinu er gerð á nýju ræsi fyrir Lónsá sem og lagning hitaveitulagna.
Helstu magntölur í verkinu eru:
Rif malbiks | 3.000 m2 |
Bergskeringar | 410 m3 |
Fyllingar | 9.000 m3 |
Fláafleygar | 5.200 m3 |
Ofanvatnsræsi | 300 m |
Brunnar og niðurföll | 10 stk. |
Styrktarlag | 2.500 m3 |
Burðarlag | 1.000 m3 |
Jöfnunarlag undir malbik (Burðarlag) | 1,250 m2 |
Malbik | 8.000 m2 |
Kantsteinar | 576 m |
Vegrið | 250 m |
Umferðarmerki | 32 stk. |
Götulýsing, skurðgröftur og strengur | 600 m |
Ljósastaurar, uppsetning | 17 stk. |
Ídráttarrör | 435 m |
Jarðvinna vegna hitaveitulagna | 850 m3 |
Einangruð stálrör DN300 | 100 m |
Brunnar hitaveitu | 1 stk. |
Verki skal að fullu lokið 1. nóvember 2025.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með þriðjudeginum 28. janúar 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 18. febrúar 2025.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.