Útboðsnúmer 25-022
Hreins­un þjóð­vega á Suður­svæði 2025-2027

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst febrúar 2025
    • 2Opnun tilboða
    • 3Samningum lokið

11. febrúar 2025Útboðsauglýsing

Vegagerðin býður hér með út hreinsun þjóðvega á Suðursvæði Vegagerðarinnar árin 2025- 2027. Verkið felur í sér sópun meðfram kantsteinum og vegriðum, sópun hvinranda ásamt hreinsun grassvæða meðfram þjóðvegum.

Gildistími samnings er 2 ár. Heimild er til framlengingar samnings í allt að tvö ár, eitt ár í senn.

Helstu magntölur fyrir hvert ár eru:
Sópun meðfram kantasteinum
381.618 m
Sópun bannsvæða
21.276 m2
Sópun meðfram vegriði
116.401 m
Sópun meðfram miðjuvegriði
44.351 m
Þvottur og sópun hvinranda
194.611 m
Þvottur á gatnamótum og umferðareyjum
32.540 m2

Verkinu skal að fullu lokið 31. mars 2027.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með þriðjudeginum 11. febrúar 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 fimmtudaginn 13. mars 2025.

Ekki verða haldnir sérstakir opnunarfundir en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og verðtilboð.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.