Vegagerðin býður hér með út styrkingu, breikkun og klæðingu á 7,5 km kafla Hagabrautar í Rangárþingi ytra, frá Landvegi að Reiðholti. Núverandi vegur er 5-6 m breiður malarvegur sem verður breikkaður í 6,5 með 6,3 m breiðri klæðingu og 2×10 cm malaröxlum.
Skeringar | 69.300 m3 |
þar af bergskeringar | 30.500 m3 |
Fyllingar | 23.300 m3 |
Fláafleygar | 11.600 m3 |
Styrktarlag 0/63 | 19.900 m3 |
Burðarlag 0/22 | 8.300 m3 |
Tvöföld klæðing | 47.000 m2 |
Frágangur fláa | 72.300 m2 |
Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. ágúst 2026.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 24. mars 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 8. apríl 2025.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.