Útboðsnúmer 25-057
Hafnar­fjarðar­vegur (40), strætór­ein milli Háaleit­isbrautar og Miklu­brautar

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst mars 2025
    • 2Opnun tilboða
    • 3Samningum lokið

21. mars 2025Útboðsauglýsing

Vegagerðin býður hér með út gerð strætóreinar meðfram Kringlumýrarbraut auk tveggja strætóstöðva. Um er að ræða gerð nýrrar akreinar, u.þ.b. 400m kafli meðfram Kringlumýrarbraut til suðurs frá gatnamótum við Háaleitisbraut og að gatnamótum við Miklubraut.

Helstu magntölur eru:
Ónothæfu efni ekið á losunarstað
2.600 m3
Fyllingarefni úr námum
500 m3
Styrktarlag
1.700 m3
Burðarlag
280 m3
Slitlagsmalbik
7.750 m2
Burðarlagsmalbik
1.360 m2
Kantsteinar
980 m
Eyjar með túnþökum
160 m
Eyjar með steinlögðu yfirborði
960 m2
Miðjuvegrið, uppsetning
400 m
Steinteppi
1.500 m2
Lækkun brunnloka
5 stk.
Fjarlægja eldri vatnslagnir
400 m

Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. ágúst 2025.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign  frá og með föstudeginum 21. mars 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 8. apríl 2025.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.