Vegagerðin býður hér með út sjóvarnir Grenivík. Verkið felst í endurröðun og lengingu á
núverandi sjóvörn, heildarlengd um 200 m.
Endurbygging 70 m kafla á núverandi sjóvörn. Grjót úr námu samtals um 830 m³ og endurröðun um 200 m³. |
Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. desember 2024.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 27. ágúst 2024.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
Steypudrangur ehf., Vík | 15.608.500 | 111,8 | 4.784.200 |
Áætlaður verktakakostnaður | 13.961.000 | 100,0 | 3.136.700 |
Skútaberg ehf., Akureyri | 10.824.300 | 77,5 | 0 |