Útboðsnúmer 24-094
Grafn­ings­vegur efri (360), Ýrufoss – Grafn­ings­vegur neðri

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst febrúar 2025
    • 2Opnun tilboða
    • 3Samningum lokið

17. febrúar 2025Útboðsauglýsing

Vegagerðin býður hér með út uppbyggingu, breikkun og klæðingu Grafningsvegar efri (360 – 01), frá norðurenda brúar við Írufossvirkjun að vegamótum Grafningsvegar neðri. Heildarlengd útboðskaflans er 1,33 km.

Helstu magntölur eru:
Skeringar
5.200 3
Styrktarlag 0/63
3.600 m3
Burðarlag 0/22
2.000 m3
Tvöföld klæðing
9.000 m2
 Frágangur fláa
16.200 m2
Vegrið
390 m

Verki skal að fullu lokið 1. ágúst 2025.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með mánudeginum 17.  febrúar 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 4. mars 2025.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.