Vegagerðin býður hér með út for- og verkhönnun göngu- og hjólastíga í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Verkið felst í að útfæra aðskildar göngu- og hjólaleiðir vestan Hafnarfjarðarvegar og Fjarðarbrautar. Kaflarnir eru þrír:
við voginn í Kópavogi (879 m)
við túnin í Garðabæ (1.056 m)
við Norðurbæ í Hafnarfirði[1] og við Ásahverfi í Garðabæ (1.044 m)
Verkefnið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Kópavogsbæjar, Garðabæjar og Hafnarfjarðarbæjar.
Tilboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með miðvikudeginum 20. september 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 3. október 2023.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.
Opnun tilboða 3. október 2023. For- og verkhönnun göngu- og hjólastíga í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Verkið felst í að útfæra aðskildar göngu- og hjólaleiðir vestan Hafnarfjarðarvegar og Fjarðarbrautar.
Verkefnið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Kópavogsbæjar, Garðabæjar og Hafnarfjarðarbæjar.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
VBV ehf., Reykjavík | 38.690.557 | 149,3 | 38.690.518 |
Áætlaður verktakakostnaður | 25.920.000 | 100,0 | 25.919.961 |
VSÓ ráðgjöf, ehf., Reykjavík | 21.877.940 | 84,4 | 21.877.901 |
Hnit verkfræðistofa hf., Reykjavík | 39 | 0,0 | 0 |