Útboðsnúmer 24-049
Foss­vogs­brú (BL170) – land­fyll­ingar, eftir­lit og ráðgjöf

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst nóvember 2024
    • 2Opnun tilboða desember 2024
    • 3Samningum lokið

7. nóvember 2024Útboðsauglýsing

Vegagerðin býður hér með út eftirlit og ráðgjöf með útboðsverkinu Fossvogsbrú (BL170), landfyllingar. Verkið er hluti af 1. lotu Borgarlínu og uppbyggingu fyrir þróunarsvæði í Skerjafirði. Gera skal landfyllingar báðum megin Fossvogs. Reykjavíkur megin felur verkið í sér gerð um 2 ha landfyllingar og 740 m sjóvarna utan við núverandi strandlínu frá Skerjafirði í norðvestri að Kýrhamri í norðaustri. Á Kársnesi felur verkið í sér gerð um 0,3 ha landfyllingar utan við núverandi strandlínu og 220 m af nýrri sjóvörn ásamt um 0,4 ha fyllingum á landi. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar – Verkefnastofu Borgarlínu, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og á grundvelli matsþátta og verðs . Ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Áætlað er að verkinu ljúki í byrjun árs 2027.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með fimmtudeginum 7. nóvember 2024 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 10. desember 2024.

Ekki verða haldnir sérstakir opnunarfundir en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu. Þann 19. desember   2024 verður bjóðendum tilkynntar niðurstöður stigagjafar og verðtilboð hæfra bjóðenda.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.


19. desember 2024Opnun tilboða

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
Verkís hf., Reykjavík
42.768.660
101,8
12.993.660
Áætlaður verktakakostnaður
42.000.000
100,0
12.225.000
VSB verkfræðistofa ehf., Hafnarfirði
41.631.000
99,1
11.856.000
VSÓ ráðgjöf, ehf., Reykjavík
37.014.000
88,1
7.239.000
VBV ehf., Reykjavík
32.497.919
77,4
2.722.919
Norconsult Íslandi ehf.
29.775.000
70,9
0