Útboðsnúmer 24-050
Foss­vogs­brú (BL170) – land­fyll­ingar

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst nóvember 2024
    • 2Opnun tilboða desember 2024
    • 3Samningum lokið janúar 2025

6. nóvember 2024Útboðsauglýsing

Vegagerðin býður hér með út gerð landfyllinga og sjóvarna vegna nýbyggingar brúar yfir Fossvog. Verkið er hluti af 1. lotu Borgarlínu og uppbyggingu fyrir þróunarsvæði í Skerjafirði. Gera skal landfyllingar báðum megin Fossvogs. Reykjavíkurmegin felur verkið í sér gerð um 2 ha landfyllingar og 740 m sjóvarna utan við núverandi strandlínu frá Skerjafirði í norðvestri að Kýrhamri í norðaustri. Á Kársnesi felur verkið í sér gerð um 0,3 ha landfyllingar utan við núverandi strandlínu með 220 m af nýrri sjóvörn ásamt um 0,4 ha fyllingum á landi. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar.

Helstu magntölur eru:
Fyllingarefni
132.000 m3
Grjótvörn
48.500 m3
Styrktarlag, unnið efni
2.750 m3

Verkinu skal að fullu lokið 1. nóvember 2026.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með miðvikudeginum 6. nóvember 2024 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 10. desember  2024.

Ekki verða haldnir sérstakir opnunarfundir en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og verðtilboð.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.


10. desember 2024Opnun tilboða

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
Áætlaður verktakakostnaður
1.282.627.290
100,0
390.267.790
Íslenskir aðalverktakar hf., Reykjavík
1.292.618.241
100,8
400.258.741
Ístak hf., Mosfellsbær
1.091.857.482
85,1
199.497.982
Suðurverk hf. og Loftorka Reykjavík ehf.
1.030.451.726
80,3
138.092.226
Grafa og grjót ehf., Hafnarfirði
892.359.500
69,6
0

10. janúar 2025Samningum lokið

Grafa og grjót ehf., Hafnarfirði
kt. 5802022090