Vegagerðin býður hér með út gerð landfyllinga og sjóvarna vegna nýbyggingar brúar yfir Fossvog. Verkið er hluti af 1. lotu Borgarlínu og uppbyggingu fyrir þróunarsvæði í Skerjafirði. Gera skal landfyllingar báðum megin Fossvogs. Reykjavíkurmegin felur verkið í sér gerð um 2 ha landfyllingar og 740 m sjóvarna utan við núverandi strandlínu frá Skerjafirði í norðvestri að Kýrhamri í norðaustri. Á Kársnesi felur verkið í sér gerð um 0,3 ha landfyllingar utan við núverandi strandlínu með 220 m af nýrri sjóvörn ásamt um 0,4 ha fyllingum á landi. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar.
Fyllingarefni | 132.000 m3 |
Grjótvörn | 48.500 m3 |
Styrktarlag, unnið efni | 2.750 m3 |
Verkinu skal að fullu lokið 1. nóvember 2026.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með miðvikudeginum 6. nóvember 2024 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 10. desember 2024.
Ekki verða haldnir sérstakir opnunarfundir en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og verðtilboð.
Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
Áætlaður verktakakostnaður | 1.282.627.290 | 100,0 | 390.267.790 |
Íslenskir aðalverktakar hf., Reykjavík | 1.292.618.241 | 100,8 | 400.258.741 |
Ístak hf., Mosfellsbær | 1.091.857.482 | 85,1 | 199.497.982 |
Suðurverk hf. og Loftorka Reykjavík ehf. | 1.030.451.726 | 80,3 | 138.092.226 |
Grafa og grjót ehf., Hafnarfirði | 892.359.500 | 69,6 | 0 |