Vegagerðin óskar eftir tilboðum í tvöföldun Hringvegar (1), frá núverandi tvöföldun á Fossvöllum vestur fyrir Lögbergsbrekku ásamt hliðarvegum. Framlengja skal núverandi ofanvatnsræsi og koma fyrir undirgöngum fyrir ríðandi umferð.
Helstu magntölur eru:
Verki skal að fullu lokið 31. mars 2022.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent frá og með sunnudeginum 13. júní 2021 í rafræna útboðskerfinu TendSign og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 13. júlí 2021.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.
Útboð þetta er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.
Opnun tilboða 13. júlí 2021. Tvöföldun Hringvegar (1), frá núverandi tvöföldun á Fossvöllum vestur fyrir Lögbergsbrekku ásamt hliðarvegum. Framlengja skal núverandi ofanvatnsræsi og koma fyrir undirgöngum fyrir ríðandi umferð.
Helstu magntölur eru:
Verki skal að fullu lokið 31. mars 2022.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
Ístak hf., Mosfellsbær | 1.038.158.788 | 110,8 | 246.699.288 |
Áætlaður verktakakostnaður | 936.682.000 | 100,0 | 145.222.500 |
Suðurverk hf. og Loftorka Reykjavík ehf. | 816.291.880 | 87,1 | 24.832.380 |
Óskatak ehf., Kópavogi | 821.670.650 | 87,7 | 30.211.150 |
Jarðval sf og Bjössi | 791.459.500 | 84,5 | 0 |