Útboðsnúmer 23-007
Efnis­vinnsla á Vestur­svæði 2023, Kletts­háls (EES-hraðút­boð)

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst maí 2023
    • 2Opnun tilboða júní 2023
    • 3Samningum lokið

26 maí 2023Útboðsauglýsing

Vegagerðin býður hér með út efnisnám og vinnslu steinefna úr námum á Klettshálsi í Reykhólasveit. Um tvo vinnslustaði er að ræða með u.þ.b. 1 km á milli náma.

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. desember 2023.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með föstudeginum 26. maí 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 13. júní 2023.

Ekki verður haldin sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.

Helstu magntölur
Klæðingarefni 8/16 mm
4.500 m3
Klæðingarefni 6/8 mm 
500 m3
Hálkuvarnarefni 0/6 mm 
1.700 m3
Úrharp 0/8 mm 
2.500 m3
Styrktarlag 
12.500 m3
Burðarlag 0/22 mm 
3.500 m3
Burðarlag 0/45 mm 
3.800 m3
Berglosun 
20.000 m3
Flutningur efnis 
4.500 m3

13 júní 2023Opnun tilboða

Opnun tilboða 13. júní 2023. Efnisnám og vinnslu steinefna úr námum á Klettshálsi í Reykhólasveit. Um tvo vinnslustaði er að ræða með u.þ.b. 1 km á milli náma.

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. desember 2023.

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
Steypustöðin námur ehf., Hafnarfirði
149.547.500
102,9
22.225.000
Áætlaður verktakakostnaður
145.321.240
100,0
17.998.740
Skering ehf., Hvalskeri
127.322.500
87,6
0