Vegagerðin býður hér með út efnisvinnslu á Austursvæði. Verkið felst í framleiðslu á klæðingarefni og burðarlagi á 2 stöðum á Austurlandi.
Helstu magntölur eru, (unnið í 2 námum)
Burðarlag 0/22 | 500 m3 |
Klæðingarefni 4/8 | 1.600 m3 |
Klæðingarefni 8/11 | 2.200 m3 |
Klæðingarefni 11/14 | 2.200 m3 |
Hálkuvaranarefni 0/4 | 2.600 m3 |
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 25. júní 2024.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 22. apríl 2024 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 7. maí 2024.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.
Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
Myllan ehf | 55.372.800 | 104,5 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 52.968.250 | 100,0 | 2.404.550 |