Útboðsnúmer 24-013
Dímonar­vegur (250), Hring­vegur – Aura­vegur

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst apríl 2024
    • 2Opnun tilboða maí 2024
    • 3Samningum lokið

22 apríl 2024Útboðsauglýsing

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í gerð og endurmótun Dímonarvegar (250). Um er að ræða endurmótun á um 3 km löngum vegarkafla frá Hringvegi og rétt norður fyrir vegamót við Auraveg, auk útlagningar burðarlags og klæðingar,  breytinga á vegamótum og gerð hjáreina/vasa.

 

Helstu magntölur
Skeringar                
3.400 m3
 Fyllingar 
 2.400 m3
Fláafleygar    
 1.000 m3
Styrktarlag  
7.500 m3
Burðarlag  
 3.600 m3
Tvöföld klæðing 
 21.000 m2
Frágangur fláa
 21.000 m2
Girðingar          
240 m

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. september 2024

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign  frá og með mánudeginum 22. apríl 2024 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 7.maí 2024.

 

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign


7 maí 2024Opnun tilboða

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
Framrás ehf., Vík
116.023.600
109,0
19.901.472
Borgarverk ehf., Borgarnesi
109.529.895
102,9
13.407.767
Áætlaður verktakakostnaður
106.413.776
100,0
10.291.648
Þjótandi ehf., Hellu
96.122.128
90,3
0